Glaðasti hundur í heimi er afar kærkomin bók fyrir hundaeigendur. Hún er skrifuð af kostgæfni, reynslu og þekkingu og geymir allt það sem skiptir máli í hundauppeldi og meira til. Þetta er biblía sem allir hundaeigendur verða að eignast. Heiðrún Villa hundaþjálfari er einn helsti hundaatferlisfræðingur landsins og notar afar uppbyggilegar aðferðir.
Glaðasti hundur í heimi er heilmikið endurbætt útgáfa af fyrri bók Heiðrúnar, Leyndarmál hundaþjálfunar, sem kom út árið 2012 og er löngu uppseld. Bókin er því happafengur og sannarlega hin fullkomna biblía hundaeigenda sem vilja gera besta vininn enn betri.